Hunda Hanna

Hundaþjálfun og ráðgjöf

Velkomin á heimasíðu Hundastefnunnar

– Með lífsleikni að leiðarljósi –

Hundastefnan a er samstarf tveggja hundaþjálfara, þeirra Olgu Bjarkar og Jóhönnu Reykjalín (Hunda Hönnu). Hanna er nú flutt á Austurlandið, nánar tiltekið Reyðarfjörð, og þjónustar því að mestu hundaeigendum á Austurlandi. Olga Björk er búsett í Vogunum á Vatnsleysuströnd og sér um námskeið og ráðgjafir á Höfuðborgarsvæðinu.

Hundastefnan leggur áherslu á jákvæð samskipti eiganda og hunds sem byggir á trausti og skilning milli beggja aðila. 

Hér á síðunni má finna ýmsan fróðleik, eins og til dæmis greinar um hunda og hundauppeldi, upplýsingar um námskeið og fyrirlestra ásamt áhugaverðu efni tengdu hundum.

Hundastefnan er nú að mennta 10 hundaþjálfara sem munu starfa undir formerkjum Hundastefnunnar. Útskrifað verður í júní 2014 og mun þjónusta Hundastefnunnar við hundaeigendur því aukast til muna.


Hverjir standa að baki síðunni?
Hunda-Hanna er  útskrifaður hundaþjálfari frá  Sheilu Harper International Dog Behavioral and Training school í UK.
Hún er einnig með  BA-próf í Uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og starfar nú sem deildarstjóri á leikskólanum Lyngholt, Reyðarfirði ásamt hundaþjálfarastarfinu. Hunda-Hanna á tvo griffon töffara, Villa og Samma, og Rhodesian Ridgeback skvísuna Söru.

Olga Björk er hundaþjálfari frá Sheila Harper  International Dog Behavioral and Training school í UK. Hún hefur einnig lagt stund á nám í Líffræði við Háskóla Íslands og farið á fjölda námskeiða um hundaþjálfun innan- sem utanlands og má þar helst nefna sumarnámskeið hjá Turid Rugaas í Noregi. Olga er heimavinnandi hundaþjálfari og á Miniature Schnauzerinn Pésa og Rhodesian Ridgeback gaurinn Pardus. Olga var einn af umsjónarmönnum síðunnar hundar.is meðan hún var og hét.

Athugið! 
Austfirðingar – endilega skoðið hópinn “Austurhundar” á Facebook og verið með.